Ofbeldi
Hringdu í 1-1-2
Segðu hver þú ert, hvar þú ert og hvað er á seyði
- Ekki reyna að ganga á milli
- Hringdu í 1-1-2
- Fylgdu leiðbeiningum neyðarlínunnar
- Láttu vita að lögregla sé á leiðinni
- Ef það er öruggt, veittu skyndihjálp
- Kallaðu á hjálp og reyndu að komast undan
- Hringdu í 1-1-2
- Fylgdu fyrirmælum lögreglu
- Hringdu í 1-1-2 og fáðu aðstoð við að komast á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis
- Best er að fara á neyðarmóttökuna strax eftir árásina til að tryggja að sönnunargögn spillist ekki og til að fá aðhlynningu
- Þvoðu ekki hendur, skiptu ekki um föt, farðu ekki í sturtu né bursta tennur.
- Ertu vitni? Hlúðu að manneskjunni sem varð fyrir árásinni og aðstoðaðu eftir bestu getu
Hringdu í 1-1-2
- Forðaðu þér ef þú mögulega getur, helst út úr byggingunni
- Þegar þú ert í öruggu skjóli, láttu aðstandendur þína vita af þér
- Lokaðu dyrum og læstu hurðum
- Stilltu símann á þögn
- Hringdu í 1-1-2, ekki leggja á! Neyðarlínan getur hlustað og rakið símtalið
- Slökktu ljósin, dragðu fyrir glugga
- Kemstu út núna? Forðaðu þér!
- Hugleiddu hvað þú ætlar að gera ef gerandinn kemur inn í herbergið
- Hvað getur þú notað sem vopn?
- Gerðu einfalda áætlun um hvernig þú ætlar að bera þig að
- Gerðu atlögu að vopni eða augum og hálsi gerandans - reyndu að fella viðkomandi